
PLASTVIÐGERÐIR
Grétars

UM OKKUR
Sérhæft plastverkstæði síðan 1991
UM FYRIRTÆKIÐ .
-
Starfsemi hófst haustið 1991.
-
Fyrst til húsa að Smiðjuvegi 36e.
-
Fyrirtækið flutti 1.apríl 2001 í eigið húsnæði
að Skemmuvegi 4. -
Í apríl 2022 var síðan flutt á Smiðjuveg 58 (rauð gata)
-
Áhersla er lögð vandaða vinnu, hraða og góða þjónustu unna af fagmönnum.
-
Við notum eingöngu fyrsta flokks efni og verkfæri.
-
Á verkstæðinu vinna bifreiðasmiðir með meistararéttindi.
-
Við erum í samstarfi við öll helstu réttingar og málningarverkstæði á höfuðborgarsvæðinu og einnig nokkur á landsbyggðinni
-
Þjónustum öll tryggingafélögin og vinnum eftir CABAS tjónamatskerfinu.
-
Verkstæðið er sérhæft í viðgerðum á hörðu og mjúku plasti með suðu eða límingu.Viðgerðarferlið hefst alltaf með greiningu á viðfangsefninu. Viðgerðarefnið er oftast úr nákvæmlega sama efni og hluturinn sjálfur.
-
Viðgerðir okkar eru varanlegar, hvort sem um er að ræða fullnaðarviðgerð á hlut sem er sprautumálaður eftir viðgerð eða einfalda samsuðu á hlífum eða skermum. Varla þarf að nefna það að oft sparast miklir peningar miðað við ef keyptur er nýr hlutur.
-
Einnig breytum við allskonar hlutum t.d.: Skerum úr fyrir ljósum í stuðurum og svuntum, tökum úr mælaborðum fyrir mælum og rofum, rúðusprautukútum og m. fl
STARFSMENN

Bifreiðasmíðameistari

Plastviðgerðir og smíði

BÓKAÐU TÍMA
Þú getur komið með bílinn til okkar, eða aðeins hlutinn sem þarf að lagfæra

Plast og náttúran
Endurvinnum og gerum við þegar það er möguleiki. Það er ekki endalaust pláss á jörðinni fyrir ónýtt plast !

Sparaðu
Það er ekki alltaf nauðsynlegt að kaupa nýtt.